SeaGirls — Hvað er hafið fyrir þér?
17. maí kl. 16:30-18:00
Börn
Föstudaginn 17. maí verður formleg opnun á vefsýningunni SeaGirls – hvað er hafið fyrir þér í Turnhúsinu.
Verkefnið SeaGirls fólst í að stelpur fengu einnota myndavélar í hendurnar og áttu að mynda það í umhverfinu sem tengdi þær við sjóinn. Afraksturinn er fjölbreyttur og hægt verður að skoða sýninguna á vef Háskólaseturs Vestfjarða eftir opnun, www.uw.is
Í tilefni opnunarinnar munu þær Inga Fanney Egilsdóttir stýrimaður, Sheng Ing Wang hafnsögumaður á Ísafirði og Helena Haraldsdóttir nemi í skipstjórnarskóla Tækniskólans flytja stutt ávörp. Að því loknu verður boðið upp á veitingar og föndur.
Verkefnið var unnið í samstarfi við Hversdagssafnið og styrkt af Uppbyggingarsjóði Vestfjarða.