Opinn míkrófónn á Heimabyggð
22. mars kl. 19:00
Viðburðir á norðanverðum Vestfjörðum

Eftir rosalegt opið sviðskvöld í janúar, þá endurtökum við leikinn núna í mars með öðru kvöldi fullu af ísfirskum hæfileikum. Allskonar hæfileikar velkomnir, hvort sem það er tónlist, ljóð, uppistand, dans, töfrar eða eitthvað allt annað. Öll velkomin að koma og láta ljós skína eða bara til þess að sitja og fylgjast með.
22. mars.
Hurðin opnar kl. 19 og viðburðurinn hefst kl. 20.
Frítt inn.
Eins og alltaf, hægt að skrá sig fyrirfram eða bara á staðnum. Þó gott að hafa í huga að síðustu kvöld hafa verið þétt setin og fyllist fljótt svo við hvetjum ykkur til þess að skrá ykkur tímanlega.