Fara í efni

Klifurnámskeið fyrir byrjendur

Lærðu meira um klifur á ókeypis byrjendanámskeiði!

Klifurfélag Vestfjarða býður upp á byrjendanámskeið í klifri sunnudaginn 16. febrúar kl. 19-20. Námskeiðið fer fram í húsnæði félagsins, gamla Skátaheimilinu við Mjallargötu 4 á Ísafirði.

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriðin í klettaklifri innanhúss og mismunandi tegundir klifurs. Einnig farið yfir hvað þarf til að læra íþróttina, sértækan orðaforða sem er notaður og gefin góð ráð fyrir byrjendur. Ef tími og fjöldi leyfir verður klifurstund á eftir fyrirlestrinum.

Nánari upplýsingar og skráning eru á vef klifurfélagsins.

Allir aldurshópar eru velkomnir en efnið miðar að iðkendum sem eru 13 ára og eldri.