Fara í efni

Kassinn minn — Skapandi sjálfsvinna

SELF BOX er röð vinnustofa þar sem þátttakendur fá tækifæri til að slaka á í gegnum skapandi vinnu og einbeita sér af sjálfum sér með það markmiði að auka vellíðan.

Vinnustofurnar eru hugsaðar sem fyrirbyggjandi sjálfsvinna og mótvægi gegn pressunni sem svo margir upplifa í daglegu lífi. Vinnustofurnar eru hugsaðar fyrir 18 ára og eldri og það er engin krafa um listræna hæfileika.

Staðsetning: Rögnvaldarsalur í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Allt efni á staðnum, en auðvitað í boði að koma með sitt eigið efni.

Það má mæta í eitt skipti, eða fleiri skipti, og það má vinna í sama verkefni allan tímann, eða nýtt í hvert skipti!