Fjölskyldujóga
Alla þriðjudaga í júlí verða ókeypis fjölskyldujógatímar í boði í Félagsheimilinu á Flateyri frá 16:30 - 17:15. Mætið með dýnu og í þægilegum fötum og best er að vera berfætt í tímunum.
Þetta er kjörið tækifæri fyrir fjölskylduna til að gera eitthvað skemmtilegt saman, styrkja líkamann, leika sér, leggja grunninn að heilsusamlegum lífsstíl og efla fjölskyldutengslin.
Hvort sem þú ert byrjandi eða lengra kominn þá eru þessir tímar fyrir þig og þína fjölskyldu. Ekkert aldurstakmark er í tímana en athugið þó að börn eru á ábyrgð forráðamanna. Kennsla fer fram á íslensku.
Birta Bjargardóttir ráðgjafi og fyrrum Blábankastjóri hefur verið jógakennari síðan 2003 og hefur í gegnum árin kennt fjölbreytt námskeið og tíma. Þ.á.m. barnajóga, slökunarjóga og fjölskyldujóga. Birta hefur rekið heilsufyrirtækið ubebu ehf síðustu árin og fékk styrki frá Orkubúi Vestfjarða og Íþróttafélaginu Gretti til að bjóða upp á ókeypis fjölskyldujógatíma í júlí á Flateyri.