Fara í efni

Ferðafélag Ísfirðinga: Miðvikudalur - dalir Skutulsfjarðar hjólaðir á miðvikudögum

Miðvikudalur – hjólreiðaferðir um dali Skutulsfjarðar --- 1-2 hjól hver ferð ---
Miðvikudagarnir 3. júlí til 7. ágúst

Skráning óþörf, bara mæta, ókeypis í ferðirnar.

Fararstjórn: Ómar Smári Kristinsson.
Mæting kl. 19:30 við Safnahúsið á Eyrartúni.

3. júlí: Hnífsdalur

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 13 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.

10. júlí: Seljalandsdalur

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9,5 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.

17. júlí: Tungudalur - frestað fram í ágúst - auglýst síðar

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9,5 km, lágmark. Tími: minnst 45 mín.

24. júlí: Dagverðardalur

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 9 km, lágmark. Tími: minnst 45 mín.

31. júlí: Engidalur

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 16 km, lágmark. Tími: minnst 1 klst.

7. ágúst: Arnardalur

Lengd fram og til baka frá Safnahúsi: 26 km. Tími: minnst 1,5 klst.

Í fyrstu 5 ferðunum er boðið upp á stuttar og léttar leiðir (1 hjól) en ef þátttakendur hafa tíma, þrek og löngun til, er í boði að fara lengri og erfiðari leiðir (2 hjól). Síðasta ferðin (Arnardalur) er löng en létt (1 hjól).