Fara í efni

Ferðafélag Ísfirðinga: Holtsengi

Fararstjórn: Helga Dóra Kristjánsdóttir.
Mæting kl. 10.00 við Bónus á Ísafirði. Farið á einkabílum að Holtsbryggju.
Gengið út á þjóðveg og hringinn að veginum að Vöðlum. Gengið til Holtskirkju og endað við Holt Inn.
Sögur sagðar af fólki. Skemmtilegir atburðir úr sögunni rifjaðir upp.
Vegalengd: 6,5 km að Holti (8 km á upphafspunkt). Göngutími: 2-3 klst.