Fara í efni

Söfn

Bókasafnið Ísafirði

Bókasafnið Ísafirði er til húsa í Safnahúsinu við Eyrartún.

Lögð er áhersla á að á safninu sé gott úrval af íslensku efni, bókum, tímaritum og kvikmyndum.


Bókasafnið er opið virka daga:
kl 12:00 - 18:00
og laugardaga:
kl 13:00 - 16:00

Annan mánudag í mánuði
12:00-21:00

www.safnis.is


Á bókasafninu er hægt að fá lánað:

  • Skáldrit aðallega á íslensku, en einnig á ensku, pólsku og fleiri tungumálum
  • Fræðirit á íslensku og ensku
  • Hljóðbækur
  • Kvikmyndir, fræðslumyndir og barnamyndir
  • Tímarit
  • Tungumálanámskeið

Á safninu er lessalur með handbókum og uppsláttarritum sem eru alltaf til staðar.

Nýjustu dagblöð og tímarit liggja frammi í tímaritaherbergerinu og þar er hægt að fá sér kaffisopa meðan kíkt er í blöðin.

Leitað er í skrám safnsins í leitir.is þar sem safnefni flestra bókasafna landsins er saman komið