Fara í efni

Söfn

Byggðasafn Vestfjarða

Byggðasafn Vestfjarða er í svokölluðu Turnhúsi í elstu húsaþyrpingu landsins, í Neðstakaupstað á Ísafirði.


16. maí - 31. ágúst
10:00 - 17:00
1. september - 15. september
11:00 - 15:00
Eftir vetrarlokun er safnið opið eftir samkomulagi og auglýst sérstaklega þegar opið er á jólaföstu og páskum.

www.nedsti.is

Önnur hús í þyrpingunni eru Tjöruhúsið þar sem rekinn er veitingastaður, Fakstorshús og Krambúð. Öll húsin eru í eigu Ísafjarðarbæjar, en þau tvö síðastnefndu eru leigð út til íbúa.

Gamla smiðjan á Þingeyri er rekin sem hluti Byggðasafnsins. Smiðjan er lifandi safn þar sem hægt er að fræðast um verkhætti sem tíðkuðust áður fyrr.

Nánari upplýsingar má finna á vef safnsins.

Byggðasafn Vestfjarða