Fara í efni

Söfn

Ljósmyndasafnið Ísafirði

Markmið Ljósmyndasafnsins Ísafirði er að safna, skrá og varðveita ljósmyndaefni, svo sem ljósmyndir, glerplötur, filmur og skyggnur, sem og önnur gögn og skjöl sem tengjast greininni og hafa menningarsögulegt gildi fyrir héraðið. Við rekstur safnsins er lögð áhersla á að varðveisla mynda, filma og annarra gagna sé eins og best verður á kosið. Ennfremur að veita aðgang að þeim á safninu eða með stafrænum hætti á vefnum. Safnið tekur við og varðveitir efni frá fyrirtækjum, stofnunum og einkaaðilum, sé þess óskað.

myndasafn@isafjordur.is

www.safnis.is