Söfn
Hversdagssafn
Hversdagssafnið á Ísafirði er heillandi heimur hins daglega lífs. Þar eru sagðar sögur af atburðum eða stundum í lífi fólks sem fanga fegurð hvunndagsins á töfrandi hátt.
|
Mynd: Hversdagssafnið.
Á safninu fá gestir aðgang að lífi heimamanna, minningum þeirra og frásögnum, sögum sem vekja gleði, sorg og gefa innsýn í horfna veröld. Sýningar safnsins eru settar fram á margvíslegan og gagnvirkan hátt sem gerir heimsóknina bæði minnisstæða og skemmtilega.