Fara í efni

Söfn

Héraðsskjalasafnið Ísafirði

Héraðsskjalasafnið Ísafirði er til húsa í Safnahúsinu við Eyrartún á Ísafirði og starfar samkvæmt lögum nr. 77 28. maí 2014 um opinber skjalasöfn.


Opið alla virka daga:
kl 12:00 - 18:00
Laugardaga:
kl 13:00 - 16:00

Þjónusta við almenning og sveitarfélög felst m.a. í því að svara fyrirspurnum úr skjölum og aðstoða gesti safnsins. Enn fremur tekur safnið á móti einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum og varðveitir þau þar sem þau veita aðra innsýn í sögu og mannlíf heldur en skjöl frá opinberum aðilum.

Þjónusta við sveitarfélög felst í því að varðveita skv. lögum þau skjöl sem verða til á þeirra vegum. Skjalaverðir aðstoða og veita leiðbeiningar við afhendingu og frágang skjalanna.

Héraðsskjalasafnið er öllum opið án aðgangseyris.