Fara í efni

Söfn

Gamla bókabúðin

Gamla bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands.


2. maí - 31. maí: Opið daglega frá kl. 11:00 – 16:00
1. júní – 31. september: Opið daglega frá kl. 10:00 – 17:00
1. október – 1. maí: Opið laugardaga frá kl. 12:00 – 16:00

www.gamlabokabudin.is

Gamla bókabúðin á Flateyri er elsta upprunalega verslun Íslands. Fjölskyldufyrirtæki í fjórar kynslóðir síðan 1914. Verslunin sérhæfir sig í gæða vörum og bókum frá Vestfjörðum í bland við heimsþekkt vörumerki frá fyrirtækjum sem hafa starfað í lengur en 100 ár.

Samhliða versluninni er hægt að skoða íbúð kaupmannshjónanna sem hefur verið varðveitt í óbreyttri mynd frá því að þau féllu frá. Þá er einnig hægt að gista á efri hæð hússins, þar sem svefnherbergi bókabúðarfjölskyldunnar eru.