Fara í efni

Salir og félagsheimili

Hamrar

Hamrar eru tónleika- og ráðstefnusalur Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Salurinn tekur 100-150 manns í sæti. Í honum er svið og góð baksviðsaðstaða. Í Hömrum eru tveir flyglar og fjölmargir tónleikar haldnir, bæði á vegum Tónlistarskóla Ísafjarðar, Tónlistarfélags Ísafjarðar og ýmissa annarra aðila. Þar hafa einnig verið haldnar leiksýningar, afmælis- og brúðkaupsveislur, námskeið, fundir og ráðstefnur af ýmsu tagi. Í salnum er mjög góður hljómburður.

Hentugt er að halda fundi og ráðstefnur í Hömrum. Salurinn er miðsvæðis í gamla bænum og við húsið eru næg bílastæði. Öll aðstaða innanhúss er til fyrirmyndar.

Mynd: Tónlistarskóli Ísafjarðar.

Þeim sem áhuga hafa á að leigja salinn Hamra er bent á að hafa samband við skrifstofu skólans í síma 450 8340 eða á tonis@tonis.is.