Fara í efni

Sumarnámskeið

Skapandi tónlistarnámskeið fyrir 1.-4. bekk

Dagsetningar
18.-22. júní
Verð
15.000 kr.
Staðsetning
Grunnskólinn á Ísafirði

Svava Rún Steingrímsdóttir og Katrín Karítas Viðarsdóttir eru nýútskrifaðar úr Skapandi tónlistarmiðlun frá Listaháskóla Íslands og bjóða upp á tónlistarnámskeið fyrir börn þar sem áhersla er lögð á tónlistarleiki, söng, raddanir og keðjusöngva, aðferðir við að semja tónlist og spuna. Markmið námskeiðsins er að efla tónlistarþekkingu barna og kynna þau fyrir nýjum og skemmtilegum hliðum tónlistarinnar. Námskeiðið stendur yfir dagana 18. - 22. júní kl. 13:00 - 15:00 fyrir 1.-4. bekk.

Svava Rún stundaði tónlistarnám við Tónlistarskóla Ísafjarðar frá unga aldri. Svava hefur meðal annars lært söng, æft á fiðlu og píanó. Katrín Karítas er fædd og uppalin á Akureyri þar sem hún stundaði nám við fiðlu, píanó og víólu við tónlistarskólann þar. Vinkonurnar Svava og Katrín hafa unnið saman síðustu ár að alls kyns verkefnum á vegum tónlistar með fjölbreyttum hópi fólks, þar á meðal í grunnskólum, í Upptaktinum og einstaklingum í endurhæfingu.

Skráning er í gegnum tölvupóst á bjarneyingibjorg@gmail.com.