Fara í efni

Sumarnámskeið

Leiklistarhópur Halldóru

Dagsetningar
24.-28. júní
1.-5. júlí
22.-26. júlí
12.-16. ágúst
Verð
17.500 kr.
Staðsetning
Edinborgarhúsið á Ísafirði

Undanfarin sex sumur hefur Leiklistarhópur Halldóru haldið sumarnámskeið fyrir börn á Vestfjörðum og þetta sumar verður engin undantekning.

Námskeiðin hafa síðustu tvö ár verið haldin í Edinborgarhúsinu á Ísafirði og endað á sýningu í Edinborgarsal fyrir aðstandendur og verður það endurtekið þetta árið. Að þessu sinni verður aðeins boðið upp á leiklistarnámskeið og þau eru fyrir börn á aldrinum 6 – 13 ára (fædd 2011 – 2018). Námskeiðin eru frá mánudegi til föstudags klukkan 9 – 15 alla daga nema föstudaga því þá endar námskeiðið á ókeypis sýningu fyrir aðstandendur sem hefst kl. 14.

Námskeiðið er að þessu sinni hefðbundið og þá er krökkunum skipt í tvo hópa eftir aldri og sýna þeir sitthvort leikritið með tveimur dans- og söngatriðum. Leikritin verða frumsamin fyrir hópinn þegar skráningu er lokið.

Skráning