Fara í efni

Sumarnámskeið

Leikjanámskeið fyrir 1.-4. bekk

Dagsetningar
10.-14. júní
18.-21. júní
24.-28. júní 
Verð
5.000-6.000 kr. hver vika
Staðsetning
Ísafjörður

Ísafjarðarbær býður upp á íþrótta- og leikjanámskeið fyrir þau börn sem eru að ljúka 1.-4. bekk í grunnskóla, fædd 2014-2017.

Námskeiðin verða á eftirfarandi dögum:
10.-14. júní: 6.000 kr.
18.-21. júní: 5.000 kr.
24.-28. júní: 6.000 kr.

Skráning

Námskeiðin eru alla virka daga frá kl. 9-12. Krakkarnir geta fengið vistun frá kl. 8:30 án skipulagðrar dagskrár.

Dagskrá hverrar viku er mismunandi.
Börn í 1.-2. bekk fara í leiki, fjöruferðir, hjólaferðir, fjallgöngur, sund, ýmsar íþróttagreinar prófaðar og margt fleira. Mæting fyrir 1.-2. bekk er við íþróttahúsið á Torfnesi.
Fyrir börn í 3.-4. bekk er dagskráin ólík eftir vikum, þegar nær dregur koma frekari upplýsingar um hvað fer fram í hverri viku.
Á öllum námskeiðunum er nesti borðað um miðjan morgun og koma allir með hollt og gott nesti að heiman.
Rétt er að taka fram að öll eru velkomin á íþrótta- og leikjanámskeið Ísafjarðarbæjar.

Nánari upplýsingar veitir Dagný Finnbjörnsdóttir, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, netfang: dagnyf@isafjordur.is

Yfirþjálfarinn Daniel Badu sér um skipulag og þjálfun.