Fara í efni

Klúbbar, félög og kórar

Rauði krossinn

Sjálfboðaliðar og félagar Rauða krossins eru fjölbreyttur hópur fólks sem vill hafa jákvæð áhrif á sitt nærsamfélag. Ef þú hefur áhuga á að taka þátt í starfinu á Vestfjörðum ekki hika við að sækja um.

Taka þátt

Merki Rauða krossins á Íslandi.
Mynd: Rauði krossinn.

Þrjár deildir Rauða krossins eru starfandi í Ísafjarðarbæ.

Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði
Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði var stofnaður 27. apríl 2021 eftir sameiningu Dýrafjarðardeildar og Önundarfjarðardeildar. Rauði krossinn í Dýra- og Önundarfirði er ein fimm deilda á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun.

Rauði krossinn á Ísafirði
Rauði krossinn á Ísafirði var stofnaður 25. júlí 1975. Fyrsti formaður var Heiðar Sigurðsson. Rauði krossinn á Ísafirði starfar á Ísafirði og er ein af fimm deildun á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin heldur stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði.

Rauði krossinn í Súgandafirði
Rauði krossinn í Súgandafirði er ein sex deilda á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin hefur aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu og heldur þar fundi einu sinni í mánuði að jafnaði.