Fara í efni

Klúbbar, félög og kórar

Foreldramorgnar á Bókasafninu Ísafirði

Foreldramorgnar eru haldnir á hverjum miðvikudegi á Bókasafninu Ísafirði kl. 11-12. Þá er bókasafnið eingöngu opið fyrir þennan hóp.

Á tveggja-þriggja vikna fresti er boðið upp á dagskrá með fræðslu sem tengist ungum börnum, uppeldi, heilsu og líðan o.fl.

Foreldrar og öll áhugasöm - ömmur, afar, stjúpforeldrar, au-pair o.s.frv. - eru velkomin að vera með.

Nánari upplýsingar um dagskrá má finna á Facebook-síðu foreldramorgna.