Fara í efni

Íþróttir

Vestri körfubolti — Special Olympics

Í samstarfi við Íþróttafélagið býður körfuknattleiksdeild Vestra upp á körfuboltaæfingar fyrir börn á aldrinum 6-16 ára. Þessar æfingar eru hugsaðar fyrir börn sem til dæmis þurfa meiri stuðning, hentar betur að vera í minni hópum og hafa aðgengi að fleiri þjálfurum á æfingum.

Yfirþjálfari hópsins er Egill Fjölnisson. Hann hefur langa reynslu af vinnu í stoðþjónustu hjá Ísafjarðarbæ ásamt því að hafa lokið námi í sálfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hann er leikmaður meistaraflokks karla í Vestra og hefur æft körfubolta frá unga aldri. Honum til aðstoðar eru aðrir þjálfarar frá körfuknattleiksdeild Vestra ásamt þjálfurum frá Íþróttafélaginu Ívari.

 

Æfingarnar eru liður í verkefninu Allir með, sem er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og Íþróttasambands fatlaðra.

 

Fyrirspurnir má senda í gegnum Facebook-síðu yngri flokka körfuknattleiksdeildar Vestra eða með tölvupóst á Þóri Guðmundsson, formann barna- og unglingaráðs kkd. Vestra á toggi8@gmail.com. 


Heimasíða
Facebook-síða
Facebook-síða yngri flokka

 


Mynd: Vestri körfubolti