Opin svæði
Skógar
Dýrafjörður Önundarfjörður Súgandafjörður |
Í Tungudal í botni Skutulsfjarðar er Tunguskógur sem er tilvalinn útivistar- og áningarstaður. Í Tunguskógi eru góðir göngustígar, falleg rjóður og þar má finna gnægt berja og sveppa þegar sumri tekur að halla. Þar er lítill lystigarður, Simsongarður, og auðvitað Bunárfoss. Í skóginum er einnig golfvöllur, tjaldsvæði og strandblakvellir.
Í botni Dýrafjarðar er fallegur lítill skógur Skógræktarfélags Dýrafjarðar. Vegurinn að skóginum er heldur torfær síðasta spölinn en vel ferðarinnar virði, auk þess sem fótfráir ættu að geta gengið þennan kafla.
Önnur skógræktarsvæði í nágrenni við þettbýli eru m.a.:
- Stórurð neðan Gleiðarhjalla og Kubbinn (Skógræktarfélag Ísafjarðar)
- Við Klofning í Önundarfirði (Skógræktarfélag Önundarfjarðar)
- Ofan byggðar á Suðureyri
- Sandar og Garðshlíð í Dýrafirði (Skógræktarfélag Dýrafjarðar)
Einnig hefur verið skógrækt í smærri sniðum, á vegum skógræktarfélaga og einstaklinga, m.a. á Dröngum í Dýrafirði, í Haukadal, á Læk í Dýrafirði, á Gerðhömrum, á Núpi, í Alviðru, á Ketilseyri, í Keldudal, á Auðkúlu, á Hrafnseyri, á Kirkjubóli í Kirkjubólsdal og á Sæbóli.