Opin svæði
Fjörur
Fjölmargar skemmtilegar fjörur eru í Ísafjarðarbæ og þær er gaman að heimsækja allan ársins hring.
Hafa ber í huga að sýna lífríki í fjörum virðingu í umgengni og auðvitað að gæta sín sérstaklega á varptíma.
Fjaran í Engidal í Skutulfirði er á náttúruminjaskrá og hverfisvernduðu svæði. (Staðsetning á korti)
Fjaran á Suðurtanga á Ísafirði er merkileg fyrir þær sakir að hún er upprunaleg fjara og varðveitt sem slík. (Staðsetning á korti)
Holtsfjara í Önundarfirði er stór sandfjara sem er mjög vinsæl til útivistar. (Staðsetning á korti)
Í Hnífsdal er fjaran Skeljavík. (Staðsetning á korti)
Holtsfjara í Önundarfirði.
Í Skeljavík, Hnífsdal. Mynd: Anna Jakobína Hinriksdóttir.