Fara í efni

Opin svæði

Almennings- og skrúðgarðar

Almennings- og skrúðgarðar eru tiltölulega margir í Ísafjarðarbæ miðað önnur svæði á landinu.

Á meðal þeirra er Austurvöllur og Jónsgarður á Ísafirði og Simsonsgarður í Tungudal. Þá er Skrúður í Dýrafirði einn elsti skrúðgarður landsins, opnaður þann 7. ágúst 1909. Garðurinn er góð innsýn í sögu grasafræðinnar á Íslandi og þá einkum og sér í lagi vegna fjölda tegunda og staðsetningar nánast norður á hjara veraldar.

Almenningsgarðurinn Austurvöllur á Ísafirði. Gosbrunnur í forgrunni.
Austurvöllur á Ísafirði.