Fara í efni

Hreyfing

Útivist og hreyfing eldri borgara

Ísafjarðarbær heldur úti félags- og tómstundastarfi fyrir eldri borgara þar sem boðið er upp á leikfimi- og jógatíma á Hlíf. Tilkynnt er um tímasetningar á Facebook-síðunni Félagsmiðstöð eldri borgara í Ísafjarðarbæ.

Kubbi er íþróttafélag eldri borgara í Ísafjarðarbæ. Hjá félaginu er fjölbreytt hreyfing skipulögð yfir árið.
Nánari upplýsingar fást hjá Sigríði Þórðardóttur, formanni Kubba, í síma 456 3098/696 3098.

Púttvöllur við Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði:
Opinn aðgangur alla daga yfir sumarið.

Facebook-síður:
Kubbi — íþróttafélag eldri borgara
Félagsmiðstöð eldri borgara í Ísafjarðarbæ

Nánari upplýsingar um þá hreyfingu sem er í boði hverju sinni má finna á vef Ísafjarðarbæjar.

Kona með grátt hár gerir jógaæfingar í sólríkum almenningsgarði.