VITAR (Afmælissýning og útgáfuhóf) - Jón Sigurpálsson (1954 – 2023)
VITAR (Afmælissýning og útgáfuhóf)
Jón Sigurpálsson (1954 – 2023)
26.07 – 29.09 2024
Afmælissýningin „Vitar“ er sett upp í tilefni af því að myndlistarmaðurinn og fyrrum stjórnarformaður Edinborgarhússins, Jón Sigurpálsson, hefði orðið sjötugur 2. ágúst 2024. Hann féll frá eftir snörp veikindi í júní 2023.
Fjölskylda Jóns hefur undanfarna mánuði tekið saman verk hans sem finna má í almannarýmum. Kverið er hannað af Einari Viðari Guðmundssyni Thoroddsen með textum eftir Halldór Björn Runólfsson, Björn Vigni Sigurpálsson og Kristínu Hagalín Ólafsdóttur.
Á sýningunni eru verk Jóns, handvalin af fjölskyldu og nánum vinum, ásamt skissum af listaverkum sem bæði urðu og urðu ekki að veruleika.
///
Jón Sigurpálsson (1954 - 2023) fæddist í Reykjavík 1954. Eftir sex ára myndlistarnám í Hollandi settist hann að, ásamt eiginkonu sinni Margréti Gunnarsdóttur, á Ísafirði þar sem hann bjó og starfaði ævina út. Jón sýndi bæði hér á landi og erlendis um áratuga skeið og eftir hann eru fjölmörg útilistaverk. Jón hefur í gegnum tíðina komið að ýmsu í þágu myndlistar s.s. reksturs á galleríi Slunkaríki á Ísafirði og setu í stjórn Myndhöggvarafélags Reykjavíkur.
Sýningin og útgáfan hlýtur stuðning úr sumarviðburðasjóði hafna Ísafjarðarbæja, Uppbyggingarsjóði, Myndlistasjóði og frá Orkubúi Vestfjarða.