Fara í efni

Tendrun jólaljósa á Flateyri 2025

Ljósin á jólatrénu á Flateyri verða tendruð sunnudaginn 23. nóvember kl. 16.

Skólakrakkar syngja jólalög og jólasveinarnir verða á sínum stað með söng og sprell.

Sama dag standa Hollvinasamtök Samkomuhússins á Flateyri fyrir markaði í samkomuhúsinu, kl. 13-18 og þar verður hægt að kaupa kakó og kræsingar.