Kvenfélagið Von – Opinn fundur
14. október kl. 20:00-21:00
westfjords.is
Kvenfélagið Von stendur fyrir opnum félagsfundi þriðjudaginn 14. október í tilefni af Viku einmanaleikans.
Við bjóðum allar konur í Dýrafirði hjartanlega velkomnar. Þetta er frábært tækifæri til að kynnast öðrum og kynnast starfsemi félagsins. Allar konur er velkomnar óháð því hvort þær gangi í félagið.
Boðið verður upp á kaffi og kruðerí.
Þar sem október er bleikur mánuður hvetjum við konur til að skarta litnum.
Hlökkum til að sjá ykkur.