Fara í efni

Kótilettukvöld Bjargar á Suðureyri

Hið árlega kótilettukvöld Björgunarsveitarinnar Bjargar Suðureyri verður haldið þann 8. nóvember næstkomandi.

Að venju verður matur, skemmtun og endum á balli þar sem stuðsveitin Óðríki mun spila þar til síðasti fer út.
Fisherman mun opna barinn hjá sér klukkan 18.00 og hafa opið meðan á matnum stendur. Einnig er hægt að smella sér í fordrykk þar eftir klukkan 18.00.
Síðan mun barinn færast yfir í FSÚ þegar matnum er lokið og það fer að styrrast í ballið.
Miðaverð er stillt í hóf að venju og er einungis 12.900,- á manninn. Og auðvitað verður happdrættið okkar stórglæsilega á sínum stað og þar kostar miðinn 1000kall eingöngu.
Miðaverð inn á ballið eingöngu er 4000 ...
Partíið verður í félagsheimili Súgfirðinga.
Þetta árið mun allur ágóði af þessari skemmtun renna í hið nýja björgunarskip sem er að koma á Ísafjörð á næstu vikum.
Verið er að klára skráningarkerfið og munum við þá deila viðburðinum með látum þegar það er klárt ... Safnið bara þáttakendum á meðan ?
Hér er slóðin til að tryggja sér miða:
https://www.midix.is/.../kotilettukvold.../eid/807
Sjáumst eldhress….
Nefndin