Ferðafélag Ísfirðinga: Tjaldanesdalur - Kirkjubólsdalur
13. júlí kl. 08:00
Útivist

Tjaldanesdalur – Kirkjubólsdalur --- 2 skór ---
Laugardaginn 13. júlí
Ókeypis í ferðina. Skráning á ferdafelag.isfirdinga@gmail.com fyrir kl. 12, fimmdtudaginn 11. júlí.
Fararstjórn: Þórir Örn Guðmundsson.
Mæting kl. 8.00 við Bónus á Ísafirði.
Komið saman á Þingeyri. Ekið á nokkrum bílum að Tjaldanesdal þar sem gangan hefst.
Gengið er fram allan dalinn og upp í skarðið milli Tjaldanesdals og Göngudals í Kirkjubólsdal. Þaðan niður Göngudal og eftir Tröllagötum í Kirkjubólsdal að Hofi og áfram að bílunum sem voru skildir eftir.
Vegalengd: um 11 km, göngutími: um það bil 5 - 6 klst., hækkun: um 500 m.