Að atvinnu og í hjáverkum: Áhrif saumavélarinnar á líf og störf kvenna á Íslandi 1865-1920
Að atvinnu og í hjáverkum: Áhrif saumavélarinnar á líf og störf kvenna á Íslandi 1865–1920
Ljóst er að tilkoma saumavélarinnar hafði mikil áhrif um allan heim. En hvernig var það á Íslandi?
Arnheiður Steinþórsdóttir, sagnfræðingur, mun segja frá fyrstu áratugum saumavélarinnar í íslensku samfélagi þar sem áhersla verður lögð á áhrif hennar á konur. Saumavélin hafði víðtæk áhrif, inni á heimilum sem utan, ekki síst á þá möguleika sem konur höfðu til lífsviðurværis. Hverju breytti það að eignast og/eða læra á saumavél á þessum tíma? Hvernig var saumavélinni fundinn staður inni á íslenskum heimilum og að hvaða leyti markaði hún spor sitt á hlutverk kvenna og tækifæri?
Viðburðurinn verður í formi fyrirlestrar og umræðna þar sem gestir eru hvattir til að segja frá saumavélum úr eigin fjölskyldusögu.
//
Fyrirlesturinn er hluti af verkefninu Læsi á stöðu og baráttu kvenna í tilefni af Kvennaári 2025.